Wednesday, March 05, 2008

bloggedí blogg


Ég veit það er langt síðan síðast en ég bara verð að setja inn nokkrar myndir af músinni minni. Hann er svo mikið krútt að ég gæti alveg étið hann! Svo er ég líka í fæðingarorlofi þannig að mér fannst alveg tilvalið að byrja aftur...sjáum hvað ég endist lengi.





Hérna er þessi elska á leikteppinu sínu...greinilega mikið stuð. Það er gaman frá því að segja að þegar hann vaknaði fékk hann algjört taugaáfall með þessar fígúrur í andlitinu og grenjaði fyrir allan peninginn.



Svo er ein hérna í lokin þar sem gaurinn er í Liverpool búningnum sínum að fara að horfa á leik með pabba sínum.

Já, þetta er s.s. litla músin mín hann Gils sem er svo mikið krútt.

Jæja...þetta er orðið ágætt fyrsta blogg í égveitekkihvaðlangantíma þannig að við látum þetta gott heita í bili.

kveðja, Sigrún

Saturday, February 03, 2007

Nýjar myndir

Hellúúú
Ég var að setja inn nýjar myndir, tvö ný albúm. Annað er úr partýi sem var hjá Marianne og Linn í lok október og hitt er úr afmælispartýi Maritar sem var núna í janúar. Nú þegar búið er að læsa síðunni þá ætlast ég til þess að það sé kommentað hjá mér!!

kveðja, Sigrún skvísa

Sunday, January 14, 2007

handbolti og aftur handbolti



Jæja...við kepptum við Fram í gær, sem endaði ekki nógu vel. Nenni ekki að tala meira um það. Það er svo aftur leikur hjá okkur á morgun í bikarnum við Val.

Ég fékk svo lánaða mynd af www.fram.is sem er hér til hliðar. Ég tók hana nú ekki af því að ég er á henni...þó svo að ég sé flott ;) Mig langaði meira að benda á það hvar manneskjan stendur...og hún heldur ennþá á boltanum!! Og þetta var dæmt mark. Þetta minnir mig á leikmann sem lék með ÍBV fyrir nokkrum árum, ætli það hafi ekki verið í kringum 2000, spilaði í hægra horni og var norsk...get ómögulega munað hvað hún heitir. Hún steig alltaf í annan fótinn inní teig þegar hún skaut og það var aldrei dæmd lína á hana...algjört svindl!!

Eníveis...það var nú svosem ekkert út af þessu einstaka atriði sem við töpuðum þessum leik...en eins og ég sagði áðan, þá nenni ég ekki að tala um það meir.

kveðja, Sigrún skvísa

Wednesday, January 10, 2007

Leyniorð

Ég er búin að átta mig á því núna hvernig þetta virkar með læsinguna á síðunni. Ég þarf s.s. að setja email hjá þeim sem vilja lesa á lista hjá mér og þá fáið þið sendan link sem þið getið skoðað síðuna á. Þess vegna væri ágætt ef þið senduð mér póst frá því meili sem þið viljið hafa á þessum lista á sigrun.gilsdottir@kaupthing.com

Þessi læsing fer í gang þegar ég blogga næst (ég veit ekki hvenær það verður) og þá komist þið ekki inn nema vera með link.

Annars bið ég ykkur bara vel að lifa.
kveðja, Sigrún

Monday, January 08, 2007

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár gott fólk :D
Nú gæti ég farið að væla um hvað ég hef verið löt að blogga undanfarið...en ég ætla að sleppa því. Frekar að gleðjast yfir því að nú sé nýtt blogg senn að líta dagsins ljós.
Það væri nú kannski bara ágætt að fara aðeins yfir liðið ár.
Ég byrjaði árið 2006 á því að taka sjálfa mig aðeins í gegn og breyta aðeins mínu hugarfari. Ný fyrirmynd í mínu lífi varð Elle Woods í sambandi við mannleg samskipti, þ.e. ég ákvað að reyna að vera jákvæðari og glaðari (eins og það hafi verið hægt, hehe). Það kom skemmtilega á óvart hvað allt í daglegu amstri varð auðveldara og skemmtilegra...auðvitað komu stundir inn á milli sem maður réð ekki alveg við neikvæðnina, en þær stóðu stutt yfir.
Svo maður stikli nú aðeins á stóru þá varð mamma mín sextug í febrúar og fórum við fjölskyldan út að borða í tilefni að því, mjög gaman. Jóna vinkona mín var kosin ungfrú Reykjavík í mars og árshátíð KB banka (eins og fyrirtækið hét þá) var einnig haldin í mars.
Í maí var ekki mikið gert...Gísli minn átti afmæli og ég pantaði mér far til Köben.
Í júní var ég svo í sumarfríi og fór ég til Köben og átti þar góða daga með Hörpu...versluðum eins og óðar konur. Einnig hitti ég Arnar Þór frænda minn og kíkti ég aðeins út á lífið með honum. Er mikið fróðari um hommabari Köben eftir þetta;) Svo skelltum við Gísli okkur til London í fimm daga með tveggja daga fyrirvara...frekar næs að vera bara í sumarfríi og geta skroppið til útlanda með engum fyrirvara.
Í júlí var FH útilegan margfræga, sem ég ásamt fleirum í skemmtinefnd FH skipulögðum. Hún var haldin á tjaldstæði rétt fyrir utan Húsafell og var frábær mæting og alveg hrikalega gaman. Við í skemmtinefndinni eigum hrós skilið fyrir gott framtak og við reynum pottþétt að endurtaka þetta næsta sumar!! Eins var strandhandboltamót sem við FH skvísur tókum þátt í sem var mjög gaman.
Í september fór handboltinn á fullt. Gísli kláraði bóklegu atvinnuflugmannsprófin og ég færði mig til í vinnunni, fór úr deildinni Erlendar greiðslur í deildina Frágangur fjárstýringar, og er ég að fíla það mjög vel.
Í október átti ég afmæli, sem var nú eiginlega hápunkturinn, annars var það bara handbolti, handbolti og aftur handbolti.
Í nóvember fórum við Gísli í sumarbústað með Dröfn og Ómari í Þjórsárdag og var það bara alveg ágætt. Gísli fékk vinnu hjá Vodafone.
Í desember var það svo bara jólaundirbúningurinn og þess háttar...

Á nýju ári er síðan stefnan að taka sjálfa mig ennþá meira í gegn. Ég byrjaði í Rope Yoga í morgun og verð í því næstu átta vikurnar. Einnig verður matarræðið skoðað vandlega og gengur ágætlega að bæta það.

Síðan tilkynnist það hér með að þessi síða verður læst. Ég geri ráð fyrir því að hún læsist frá og með næstu færslu. Þeir sem hafa áhuga á að fá lykilorð geta skilið eftir email eða gsm númer í kommentum og ég sendi orðið eða bara sent mér meil á sigrun.gilsdottir@kaupthing.com og ég svara um hæl.

Ég bið ykkur vel að lifa...kveðja, Sigrún

Thursday, December 07, 2006

Á lífi eftir jóga

Úfff...ég fór í jóga, og ég er ennþá á lífi! Þetta var samt soldið spes. Við komum þarna inn og það var frekar þungt loft með mikilli reykelsislykt og biðum í einhverjum svona púðum eftir öllum. Svo talaði kennarinn við okkur og svo byrjaði tíminn. Hún var búin að láta okkur vita að hún hefði kveikt á ofnum svo það yrði heitt því þá hitnuðu vöðvarnir betur og væru betur undirbúnir fyrir æfingarnar...við erum að tala um það að það var fokkings 40 stiga hiti inn í herberginu!! Ég held að ég hafi aldrei svitnað eins mikið á allri minni ævi. Ennnn...þetta kom samt á óvart. Stirðleiki minn var ekki mikil hindrun, þó svo að það hafi örugglega gert mér erfiðara fyrir og þetta tók alveg á, þannig að þetta var bara ágætis æfing. Hefðum bara gott af því að gera þetta reglulega.

Síðan keypti ég mér jólatré!! Ég er ekkert smá ánægð með það, það er svo lítið og sætt :D Ég hélt við hefðum ekkert pláss fyrir jólatré þessi jólin þannig að ég lét Gísla lofa mér að fara í Blómaval og skoða tré svo ég gæti hætt að hugsa um þetta. Sú ferð endaði náttúrlega með því að kaupa tré. Það gerði það líka að verkum að ég var að taka til í íbúðinni til kl. hálftvö í nótt...en ég ætlaði ekki að gera það fyrr en um helgina. En...ég skreyti það bara í staðinn þá :)

Að lokum ætla ég að gefa hrós vikunnar, en það er hann Jóhannes í Bónus sem fær það, fyrir að gefa Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar 21 milljón króna í styrk. Það er sama upphæð og ríkissjóður þurfti að borga fyrir að endurskipa saksóknara í Baugsmálinu (eða eitthvað svoleiðis)...mér finnst það nokkuð gott hjá honum og ég fíla hann.

kveðja, Sigrún

Monday, December 04, 2006

Jóga!!

Ég átti ekki von á því að þetta myndi gerast svona snemma á ævi minni en ég er að fara í jóga í kvöld. Ekki það að ég hafi ekki gott af því...ég er stirðari en allt, og örugglega með stærri vöðva en kvenlegt getur talist! Það er semsagt handboltaæfing dagsins að fara í jóga.

Svo verð ég nú bara að gefa hrós vikunnar, sem Fréttablaðið fær að þessu sinni fyrir sérdeilis góða umfjöllun um íslenska kvennalandsliðið í handbolta. Þeir meira að segja splæstu í ferð handa blaðamanni út til Rúmeníu sem kom með sjóðheitar fréttir af stelpunum alla vikuna. Mjög gott framtak hjá þeim, og bara vonandi að þetta sé framtíðin hjá þeim :) Það er allavegana jákvætt að stelpurnar séu farnar að fá sömu athygli og strákarnir, því guð má vita að þeir hafa fengið meiri umfjöllun en hollt getur talist.

Í dag eru 20 dagar til jóla. Það er minna en þrjár vikur! Ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir, en það hlýtur að reddast...það gerir það alltaf.
Ég var hins vegar ekki eins framtakssöm um helgina og ég hafði vonast til að vera :( Reyndar var ég alveg dugleg...bara annars staðar en heima hjá mér. Fór nefninlega með Maríu mágkonu minni í Garðheima á laugardaginn og hjálpaði henni að kynna hundavörurnar sem hún og Héðinn eru að flytja inn. Það var rosa gaman en ég var svo búin á því þegar ég kom heim að ég gat mig hvergi hreyft. Það er nú samt ekkert mikil hætta á því að heimilisstörfin hlaupi frá manni þannig að ég redda þessu kannski eitthvert kvöldið bara í staðinn.

Jæja, við látum þetta gott heita í bili...verð að fara að ganga frá svo ég mæti nú ekki of seint í þetta jóga.
kveðja, Sigrún

Wednesday, November 29, 2006

ég hlakka svo til...

Úfff...tíminn líður ekkert núna!! Ég var ekki komin heim til mín fyrr en rúmlega hálftíu í gærkvöldi en núna hefði ég getað farið heim úr vinnunni kl. fjögur...en þá er Gísli ekki búinn fyrr en fimm þannig að ég þarf að bíða eftir honum. Það þýðir að ég er búin að ráfa á milli hérna og blaðra við aðra sem eru að reyna að vinna ;) og tíminn líður frekar hægt. Þetta er nú samt alveg að taka enda...hann verður vonandi kominn eftir ca. korter.
Annars fór ég og verslaði í jólakort...keypti límmiða og alls konar drasl fyrir 15 jólakort, og ég ætla ekki að föndra fleiri en 15. Ég veit ekki alveg hvað ég þarf að senda mörg þannig að þeir sem fá ekki föndrað jólakort frá mér vita hvar þeir eru í forgangsröðinni...neinei, það er ljótt að segja þetta. Það fá vonandi allir á listanum mínum heimatilbúið jólakort frá mér.
Ég ætla að reyna að nota helgina vel, fyrsta fríhelgin mín í mjög langan tíma. Það sem er á dagskránni er: taka til og þrífa, búa til aðventukrans, búa til og skrifa jólakort, baka tvöfalda uppskrift af sörum, skreyta smá og fara á æfingu. Það kæmi mér ekki á óvart þótt eitthvað af þessu yrði að frestast til næstu helgar á eftir, en það á bara eftir að koma í ljós...það eru nú alveg heilar þrjár vikur til jóla!!

Jæja, ég ætla að drífa mig heim núna, sé ykkur síðar,
kveðja, Sigrún

Tuesday, November 28, 2006

Allt og ekkert...

Ég er nú búin að bralla ýmislegt síðan síðast...en þar ber hæst sumarbústaðaferð um seinustu helgi. Ég var s.s. búin að leigja sumarbústað hjá KB banka í Þjórsárdal og brunuðum við Gísli þangað á föstudagskvöldið. Við vorum komin í bústaðinn um hálf níu leytið og það var svo mikið myrkur og það var alveg stjörnubjart, rosalega flott...og líka ógó kalt. Við höfðum það svo bara kósý og fórum frekar snemma að sofa. Svo á laugardeginum skelltum við okkur í pottinn og horfðum svo á tvo handboltaleiki í sjónvarpinu. Seinni partinn komu svo Dröfn og Ómar og við grilluðum, kíktum í pottinn og spiluðum svo. Síðan var bara haldið heim um hádegið á sunnudeginum eftir rosa góða helgi :)
Svo er ég með fréttir af honum Gísla mínum...hann er kominn með vinnu hjá Vodafone í þjónustuverinu hjá 365. Hann er s.s. á launum hjá Vodafone en svarar fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið og þann pakka. Rosa flott hjá honum :)
Annars eru bara jólin á næsta leiti. Maður er bara ekki alveg að átta sig á þessu hvað tíminn líður hratt...á sunnudaginn næsta er fyrsti í aðventu og þá eru bara þrjár vikur til jóla!! Og ég ekki byrjuð á neinu...ætla nú reyndar aðeins að byrja að þrífa um helgina og kannski baka sörur :)

Annars hef ég nú ekki meira að segja í bili...þarf að fara að halda áfram hérna svo ég komist nú einhvern tímann heim úr vinnunni...er einmitt að fara í jólaföndur með vinnunni í kvöld, rosafjör.
Ég vil bara enda þessa færslu á að óska henni Ingibjörgu stórvinkonu minni innilega til hamingju með afmælið, en hún er 24 ára pæja í dag ;)

kveðja, Sigrún skvísa

Monday, November 20, 2006

Nýtt útlit

Djö...ég er brjáluð núna...var búin að skrifa geðveikt mikið og svo datt það allt út, ég er ekki sátt!!

En...ég var að breyta aðeins útlitinu. Uppfærði bloggið mitt í eitthvað beta eitthvað dæmi sem gerir það að verkum að það er mikið auðveldara að breyta útliti og litum og svoleiðis. Reyndar er ég ekki alveg nógu sátt við litina, þetta er ekki alveg nógu bleikt fyrir minn smekk en við hljótum að bjarga því við tækifæri ;)

Jæja, ég nenni ekki að bulla meira...er búin að bulla nógu mikið þó svo að þið fáið ekki að njóta þess. Það er ansi þétt dagskráin í sjónvarpinu í kvöld þannig að ég bið bara að heilsa ykkur...það kemur kannski meira innan tíðar, þegar ég verð búin að jafna mig á fýlunni yfir því að bloggið mitt skyldi detta út.

kveðja, Sigrún skvísa