Wednesday, November 29, 2006

ég hlakka svo til...

Úfff...tíminn líður ekkert núna!! Ég var ekki komin heim til mín fyrr en rúmlega hálftíu í gærkvöldi en núna hefði ég getað farið heim úr vinnunni kl. fjögur...en þá er Gísli ekki búinn fyrr en fimm þannig að ég þarf að bíða eftir honum. Það þýðir að ég er búin að ráfa á milli hérna og blaðra við aðra sem eru að reyna að vinna ;) og tíminn líður frekar hægt. Þetta er nú samt alveg að taka enda...hann verður vonandi kominn eftir ca. korter.
Annars fór ég og verslaði í jólakort...keypti límmiða og alls konar drasl fyrir 15 jólakort, og ég ætla ekki að föndra fleiri en 15. Ég veit ekki alveg hvað ég þarf að senda mörg þannig að þeir sem fá ekki föndrað jólakort frá mér vita hvar þeir eru í forgangsröðinni...neinei, það er ljótt að segja þetta. Það fá vonandi allir á listanum mínum heimatilbúið jólakort frá mér.
Ég ætla að reyna að nota helgina vel, fyrsta fríhelgin mín í mjög langan tíma. Það sem er á dagskránni er: taka til og þrífa, búa til aðventukrans, búa til og skrifa jólakort, baka tvöfalda uppskrift af sörum, skreyta smá og fara á æfingu. Það kæmi mér ekki á óvart þótt eitthvað af þessu yrði að frestast til næstu helgar á eftir, en það á bara eftir að koma í ljós...það eru nú alveg heilar þrjár vikur til jóla!!

Jæja, ég ætla að drífa mig heim núna, sé ykkur síðar,
kveðja, Sigrún

No comments: