Monday, December 04, 2006

Jóga!!

Ég átti ekki von á því að þetta myndi gerast svona snemma á ævi minni en ég er að fara í jóga í kvöld. Ekki það að ég hafi ekki gott af því...ég er stirðari en allt, og örugglega með stærri vöðva en kvenlegt getur talist! Það er semsagt handboltaæfing dagsins að fara í jóga.

Svo verð ég nú bara að gefa hrós vikunnar, sem Fréttablaðið fær að þessu sinni fyrir sérdeilis góða umfjöllun um íslenska kvennalandsliðið í handbolta. Þeir meira að segja splæstu í ferð handa blaðamanni út til Rúmeníu sem kom með sjóðheitar fréttir af stelpunum alla vikuna. Mjög gott framtak hjá þeim, og bara vonandi að þetta sé framtíðin hjá þeim :) Það er allavegana jákvætt að stelpurnar séu farnar að fá sömu athygli og strákarnir, því guð má vita að þeir hafa fengið meiri umfjöllun en hollt getur talist.

Í dag eru 20 dagar til jóla. Það er minna en þrjár vikur! Ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir, en það hlýtur að reddast...það gerir það alltaf.
Ég var hins vegar ekki eins framtakssöm um helgina og ég hafði vonast til að vera :( Reyndar var ég alveg dugleg...bara annars staðar en heima hjá mér. Fór nefninlega með Maríu mágkonu minni í Garðheima á laugardaginn og hjálpaði henni að kynna hundavörurnar sem hún og Héðinn eru að flytja inn. Það var rosa gaman en ég var svo búin á því þegar ég kom heim að ég gat mig hvergi hreyft. Það er nú samt ekkert mikil hætta á því að heimilisstörfin hlaupi frá manni þannig að ég redda þessu kannski eitthvert kvöldið bara í staðinn.

Jæja, við látum þetta gott heita í bili...verð að fara að ganga frá svo ég mæti nú ekki of seint í þetta jóga.
kveðja, Sigrún

1 comment:

Anonymous said...

Hæ sæta, hefði nú verið til í að vera fluga á vegg í þessum jógatíma hjá ykkur:) en ég býst við færslu um hvernig þetta gekk allt fyrir sig haha. En annars er ég ekkert smá sátt við það hvað það er stutt í jólin, hlakka til að hitta þig:)

Kveðja Ragnhildur