Monday, January 08, 2007

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár gott fólk :D
Nú gæti ég farið að væla um hvað ég hef verið löt að blogga undanfarið...en ég ætla að sleppa því. Frekar að gleðjast yfir því að nú sé nýtt blogg senn að líta dagsins ljós.
Það væri nú kannski bara ágætt að fara aðeins yfir liðið ár.
Ég byrjaði árið 2006 á því að taka sjálfa mig aðeins í gegn og breyta aðeins mínu hugarfari. Ný fyrirmynd í mínu lífi varð Elle Woods í sambandi við mannleg samskipti, þ.e. ég ákvað að reyna að vera jákvæðari og glaðari (eins og það hafi verið hægt, hehe). Það kom skemmtilega á óvart hvað allt í daglegu amstri varð auðveldara og skemmtilegra...auðvitað komu stundir inn á milli sem maður réð ekki alveg við neikvæðnina, en þær stóðu stutt yfir.
Svo maður stikli nú aðeins á stóru þá varð mamma mín sextug í febrúar og fórum við fjölskyldan út að borða í tilefni að því, mjög gaman. Jóna vinkona mín var kosin ungfrú Reykjavík í mars og árshátíð KB banka (eins og fyrirtækið hét þá) var einnig haldin í mars.
Í maí var ekki mikið gert...Gísli minn átti afmæli og ég pantaði mér far til Köben.
Í júní var ég svo í sumarfríi og fór ég til Köben og átti þar góða daga með Hörpu...versluðum eins og óðar konur. Einnig hitti ég Arnar Þór frænda minn og kíkti ég aðeins út á lífið með honum. Er mikið fróðari um hommabari Köben eftir þetta;) Svo skelltum við Gísli okkur til London í fimm daga með tveggja daga fyrirvara...frekar næs að vera bara í sumarfríi og geta skroppið til útlanda með engum fyrirvara.
Í júlí var FH útilegan margfræga, sem ég ásamt fleirum í skemmtinefnd FH skipulögðum. Hún var haldin á tjaldstæði rétt fyrir utan Húsafell og var frábær mæting og alveg hrikalega gaman. Við í skemmtinefndinni eigum hrós skilið fyrir gott framtak og við reynum pottþétt að endurtaka þetta næsta sumar!! Eins var strandhandboltamót sem við FH skvísur tókum þátt í sem var mjög gaman.
Í september fór handboltinn á fullt. Gísli kláraði bóklegu atvinnuflugmannsprófin og ég færði mig til í vinnunni, fór úr deildinni Erlendar greiðslur í deildina Frágangur fjárstýringar, og er ég að fíla það mjög vel.
Í október átti ég afmæli, sem var nú eiginlega hápunkturinn, annars var það bara handbolti, handbolti og aftur handbolti.
Í nóvember fórum við Gísli í sumarbústað með Dröfn og Ómari í Þjórsárdag og var það bara alveg ágætt. Gísli fékk vinnu hjá Vodafone.
Í desember var það svo bara jólaundirbúningurinn og þess háttar...

Á nýju ári er síðan stefnan að taka sjálfa mig ennþá meira í gegn. Ég byrjaði í Rope Yoga í morgun og verð í því næstu átta vikurnar. Einnig verður matarræðið skoðað vandlega og gengur ágætlega að bæta það.

Síðan tilkynnist það hér með að þessi síða verður læst. Ég geri ráð fyrir því að hún læsist frá og með næstu færslu. Þeir sem hafa áhuga á að fá lykilorð geta skilið eftir email eða gsm númer í kommentum og ég sendi orðið eða bara sent mér meil á sigrun.gilsdottir@kaupthing.com og ég svara um hæl.

Ég bið ykkur vel að lifa...kveðja, Sigrún

No comments: