Tuesday, November 28, 2006

Allt og ekkert...

Ég er nú búin að bralla ýmislegt síðan síðast...en þar ber hæst sumarbústaðaferð um seinustu helgi. Ég var s.s. búin að leigja sumarbústað hjá KB banka í Þjórsárdal og brunuðum við Gísli þangað á föstudagskvöldið. Við vorum komin í bústaðinn um hálf níu leytið og það var svo mikið myrkur og það var alveg stjörnubjart, rosalega flott...og líka ógó kalt. Við höfðum það svo bara kósý og fórum frekar snemma að sofa. Svo á laugardeginum skelltum við okkur í pottinn og horfðum svo á tvo handboltaleiki í sjónvarpinu. Seinni partinn komu svo Dröfn og Ómar og við grilluðum, kíktum í pottinn og spiluðum svo. Síðan var bara haldið heim um hádegið á sunnudeginum eftir rosa góða helgi :)
Svo er ég með fréttir af honum Gísla mínum...hann er kominn með vinnu hjá Vodafone í þjónustuverinu hjá 365. Hann er s.s. á launum hjá Vodafone en svarar fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið og þann pakka. Rosa flott hjá honum :)
Annars eru bara jólin á næsta leiti. Maður er bara ekki alveg að átta sig á þessu hvað tíminn líður hratt...á sunnudaginn næsta er fyrsti í aðventu og þá eru bara þrjár vikur til jóla!! Og ég ekki byrjuð á neinu...ætla nú reyndar aðeins að byrja að þrífa um helgina og kannski baka sörur :)

Annars hef ég nú ekki meira að segja í bili...þarf að fara að halda áfram hérna svo ég komist nú einhvern tímann heim úr vinnunni...er einmitt að fara í jólaföndur með vinnunni í kvöld, rosafjör.
Ég vil bara enda þessa færslu á að óska henni Ingibjörgu stórvinkonu minni innilega til hamingju með afmælið, en hún er 24 ára pæja í dag ;)

kveðja, Sigrún skvísa

No comments: