Thursday, December 07, 2006

Á lífi eftir jóga

Úfff...ég fór í jóga, og ég er ennþá á lífi! Þetta var samt soldið spes. Við komum þarna inn og það var frekar þungt loft með mikilli reykelsislykt og biðum í einhverjum svona púðum eftir öllum. Svo talaði kennarinn við okkur og svo byrjaði tíminn. Hún var búin að láta okkur vita að hún hefði kveikt á ofnum svo það yrði heitt því þá hitnuðu vöðvarnir betur og væru betur undirbúnir fyrir æfingarnar...við erum að tala um það að það var fokkings 40 stiga hiti inn í herberginu!! Ég held að ég hafi aldrei svitnað eins mikið á allri minni ævi. Ennnn...þetta kom samt á óvart. Stirðleiki minn var ekki mikil hindrun, þó svo að það hafi örugglega gert mér erfiðara fyrir og þetta tók alveg á, þannig að þetta var bara ágætis æfing. Hefðum bara gott af því að gera þetta reglulega.

Síðan keypti ég mér jólatré!! Ég er ekkert smá ánægð með það, það er svo lítið og sætt :D Ég hélt við hefðum ekkert pláss fyrir jólatré þessi jólin þannig að ég lét Gísla lofa mér að fara í Blómaval og skoða tré svo ég gæti hætt að hugsa um þetta. Sú ferð endaði náttúrlega með því að kaupa tré. Það gerði það líka að verkum að ég var að taka til í íbúðinni til kl. hálftvö í nótt...en ég ætlaði ekki að gera það fyrr en um helgina. En...ég skreyti það bara í staðinn þá :)

Að lokum ætla ég að gefa hrós vikunnar, en það er hann Jóhannes í Bónus sem fær það, fyrir að gefa Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar 21 milljón króna í styrk. Það er sama upphæð og ríkissjóður þurfti að borga fyrir að endurskipa saksóknara í Baugsmálinu (eða eitthvað svoleiðis)...mér finnst það nokkuð gott hjá honum og ég fíla hann.

kveðja, Sigrún

No comments: