Friday, May 05, 2006

Andinn kominn aftur...loksins

Já, þá er bloggandinn loksins kominn yfir mig aftur :) Það er ekki alveg að ástæðulausu því að ég var að panta mér far til KÖBEN í sumar, nánar tiltekið 13. júní og ég ætla að vera í 6 daga að heimsækja hana Hörpu mína.
Alveg geggjað!! Við verðum tvær í fjóra daga að versla frá okkur allt vit og svo kemur Árni bakari á svæðið og þá verður væntanlega farið í flutningahugleiðingar því þau eru að fara að flytja heim um mánaðarmótin júní/júlí. Ég kannski hjálpa þeim smá...svo er aldrei að vita nema ég stingi þau bara af og heimsæki Arnar frænda minn, sem er að hommast í KÖBEN eins og hann orðaði það svo skemmtilega sjálfur :)

Annars voru páskarnir alveg frábærir. Það var aldeilis legið í leti því að mamma og pabbi fóru í sumarbústað og því var enginn til þess að elda páskamatinn handa mér :( En það reddaðist nú vegna þess að við fengum 4 páskaegg!! 3 nr. 7 frá Nóa Síríus og eitt svona rísegg frá Freyju. Við eigum ennþá eftir tvö Nóaegg, en þau eru vandlega geymd í frystinum.

Svo er boltinn búinn í bili...allavega að keppa. Maður fær víst aldrei frí frá æfingum. Við fengum reyndar þriggja vikna pásu frá hvor annarri eftir seinasta leikinn sem ég nýtti ótrúlega vel, var veik eiginlega allan tímann :( Er búin að vera með einhverjar magabólgur sem er ekki búið að vera neitt spes, ótrúlegt en satt!

Ég er farin að hlakka svo til sumarsins. Ég byrja í sumarfríi 12. júní og verð til 30. júní. Síðan fer ég náttúrlega til KÖBEN sem verður bara geggjað. Ég held að það verði ógó gott veður í sumar, sérstaklega þegar ég verð í sumarfríi :)
Ég er líka búin að kaupa mér ferð til Eyja um verslunarmannahelgina. Það verður algjört æði vonandi, ef það verður eitthvað eins og í fyrra. Dröfn og Ómar eru líka búin að kaupa sér far. Þá vantar bara Ragnhildi og þá er gengið síðan í fyrra mætt á svæðið. Helga Stína og Laugi verða vonandi ennþá í Eyjum þá...;)

Jæja, ég ætla að hætta þessu bulli...er að bíða eftir að Desperat Housewives byrji.
kveðja, Sigrún...á leið til KÖBEN!!

2 comments:

Anonymous said...

Kannski ég verði bara líka með glas í hönd!! Við skálum allavegana fyrir þessu...hvort sem það verður á flugvellinum eða einhvers staðar annars staðar :)

Anonymous said...

Hæ ég var nú búin að panta mér far til eyja á þjóðhátíð en verð því miður að beila þar sem að ég flyt til Danmörku 1.júlí þannig að ég heimta símtal frá team-inu mínu á þjóðhátíð:) Ánægð með bloggið hjá þér þarf að búa mér til svona síðu geggjað flott:)

Sjáumst:)
Ragnhildur