Sælar
Ekki mikið að frétta hjá mér annað en það að ég er að byrja í skólanum í dag. Fór uppá Bifröst á föstudaginn á svona kynningardag og það var bara mjög gaman. Þekkti nú ekki marga en Kalli, kærastinn hans Ögmundar bróður hans Gísla, er að fara í þetta sama og ég og við vorum samfó uppeftir og svona og svo var ein sem er að vinna í Kringluútibúi KB banka sem ég tala oft við líka að fara í þetta...þannig að maður er nú ekki alveg einn. Kom mér reyndar á óvart hvað það var mikið af svona eldra fólki, þ.e. 50+. Ekki það að það sé eitthvað gamalt en þið vitið hvað ég meina...er það ekki? Held reyndar að ég hafi verið yngst þarna, er reyndar vön því að vera kjúklingurinn í hópnum...er yngst í vinnunni og svo var maður nú lengi yngstur í handboltanum þannig að maður þekkir þetta :)
Er nú reyndar strax farin að pæla í því að breyta aðeins náminu sem ég er að fara í. Ég er semsagt að fara í diplómanám í fjármálum og stjórnun og tekur tvö ár í fjarnámi. Það er hins vegar byrjað að kenna viðskiptafræði í fjarnámi líka (var bara hægt að taka 3. árið í fjarnámi) og mig langar eiginlega frekar í það. Fyrstu tvö árin eru alveg eins í þessu fyrir utan það að viðskiptafræðin tekur sumarannir líka þannig að ég hef svosem frest fram á vorið að ákveða mig alveg en ég sé hvernig þetta gengur í vetur og hvort þetta gengur upp vinnulega séð. Sumarannirnar eru nefninlega þannig að þær eru fimm vikur og maður þarf að vera uppá Bifröst þann tíma, þannig að ég þarf frí í vinnu og svoleiðis. En...höfum ekki áhyggjur af þessu núna, þetta er seinni tíma vandamál!
Annars veit ég ekki hvað ég verð dugleg að blogga í vetur. Það gæti nú verið ágætis afsökun að blogga aðeins þegar maður á að vera að læra, jú sí.
Svo er ég með myndir sem bíða eftir því að komast á netið. Þær eru síðan úr afmælinu hennar Önnu Rutar sem var haldið um seinustu helgi. Set þær inn við tækifæri :)
kveðja, Sigrún skólaskvísa
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment