Thursday, August 25, 2005

Allt að gerast

Þá er maður sestur aftur fyrir framan tölvuna. Það er nú alveg slatti búinn að gerast þó svo ég hafi ekki bloggað...ég bara hreinlega hef ekki nennt því. En...við FH skvísur fórum á Akureyri seinasta fimmtudag til að taka þátt í Sjallamótinu. Við unnum alla okkar fjóra leiki og stóðum uppi sem Sjallamótsmeistarar. Svo var haldið smá geim á laugardagskvöldið þar sem fólk var í misgóðu ástandi. Ótrúlegt en satt þá var engin myndavél í för, sem betur fer gætu sumir hugsað! Já, gott fólk, fyrirsætur mínar voru í fríi þessa helgina en þær verða í fulle swing um þá næstu í afmælinu hennar Önnu Rutar. Haldið var heim á sunnudaginn og reyndist sú rútuferð sumum erfið, nefni engin nöfn. Maður var varla kominn heim þegar maður var farinn aftur, en ég skellti mér á FH-Val í Krikanum og sá FH strákana tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Glæsilegt það!

Annars erum við bara að spila í RVK open. Spiluðum tvo leiki í gær og svo er einn á morgun, þá ræðst hvort við spilum á laugardaginn líka.

Við Gísli vorum að fá nýja þvottavél og þurrkara. Pabbi hans Gísla er semsagt að fara að leigja íbúðina sína út og er að tæma hana og við tókum að okkur þvottavélina og þurrkarann, ekki dónalegt það.

Svo vorum við að kaupa okkur nýjan bíl í dag...og þá meina ég glænýjan Toyota Yaris T sport. Akkúrat þegar ég hélt að ég gæti ekki orðið meiri skvísa, þá kaupi ég mér bara skvísubíl dauðans og er bara orðin helmingi meiri skvísa.

Eins og þið sjáið gott fólk...þá er greinilega allt að gerast á Skúlaskeiði 10. Haldið áfram að fylgjast með!
Gilsdóttir át

No comments: