Saturday, September 17, 2005

Það er allt að verða vitlaust

Já gott fólk...ég er bara alveg að fara á límingunum að fylgjast með fallslagnum í fótboltanum. Vil alls ekki að ÍBV falli og eins og staðan er núna þá virðist Fram falla með Þrótti. Mjög spennó!
Við FH skvísur vorum að keppa æfingaleik í gær...kepptum við færeyskt lið, sem var nú ekkert mjög öflugt. Fór svo á KB banka djamm sem var haldið á Nasa. Þar var allt frítt á barnum og Sálin var að spila. Frekar glatað samt eitt...kom þarna og ætlaði í fatahengið, þá kostar 200 kall að láta geyma jakkann. Allt frítt, nema fatahengið...frekar halló. Ekki það að ég sjái eitthvað eftir þessum 200 kalli.
Langar svo á Papaball í Krikanum í kvöld...veit samt ekki alveg hvort ég fer. Á að skila verkefni í skólanum annað kvöld og ég er ekki byrjuð á því þannig að ég veit ekki alveg hvað ég geri.
Annars ætla ég að halda áfram að horfa á sjónvarpið...þangað til næst...kveðja...Sigrún skvísa...

P.S. Ég fokkaði commentakerfinu eitthvað, unnið er að lagfæringu, vonandi kemst það í lag sem fyrst.

No comments: